*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 27. nóvember 2016 13:10

Skoda slær met

Á dögunum var slegið met í sölu Skoda bifreiða á Íslandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Á dögunum var slegið met í sölu Skoda bifreiða á Íslandi en í lok október höfðu 1.009 Skoda bílar verið seldir hér á landi það sem af er ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar má nefna að allt árið 2015 seldust 999 Skoda bílar á Íslandi og því má gera ráð fyrir að sölumetið verði enn stærra þegar árið verður gert upp.

Fyrstu 10 mánuði ársins voru 663 Skoda Octavia bifreiðar seldar sem gerir hann að þriðja söluhæsta bíl landsins. 28% þeirra Skoda bifreiða sem seldar voru til einstaklinga og fyrirtækja (bílaleigur undanskildar) eru knúnar metangasi en 67% allra vistvænna bíla sem seldir voru fyrstu 10 mánuði ársins voru frá Heklu og þar af hefur Volkswagen 40% markaðshlutdeild.

Stikkorð: Bílar Hekla Skoda
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is