Stjórn kanadíska farsímaframleiðandans Blackberry hefur sett á laggirnar nefnd sem skoða á ýmsa framtíðarmöguleika, s.s. þann að selja fyrirtækið með manni og mús. Aðrir möguleikar sem koma til greina er samstarf við annað tæknifyrirtæki.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir skrefið sem nú sé stigið ekki neyðarráðstöfun þar sem sala á farsímum undir merkjum Blackberry hafi verið undir væntingum heldur til þess þess að koma þeim fyrr á markað en fram til þess.