*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 13. nóvember 2013 14:06

Skoða tilboð i Sparisjóð Norðfjarðar

Erindi frá Sparnaði vegna mögulegra kaupa á Sparisjóði Norðfjarðar var rætt á bæjarstjórnarfundi í Fjarðarbyggð um mánaðamótin.

Ritstjórn
Eskifjörður er hluti af Fjarðarbyggð.
Aðsend mynd

Bæjarstjórn Fjarðarbyggðar er með til skoðunar drög að tilboði sem Sparifélagið hefur lagt fram í hlut sveitarfélagsins í Sparisjóð Norðfjarðar. Sveitarfélagið á 22% hlut í sparisjóðnum en stærsti eigandinn er Bankasýsla ríkisins. Sú stofnun á helmingshlut í sparisjóðnum.

Erindi frá Sparifélaginu var rætt á bæjarstjórnarfundi í Fjarðarbyggð í lok síðasta mánaðar. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi tilboðsdrögin. „Við höfum ekki tekið afstöðu til þess ennþá, en þetta er í ferli,“ segir hann. 

Eins og fram hefur komið á VB.is hefur Sparifélagið einnig falast eftir því að kaupa eignarhluti Bankasýslu ríkisins í sparisjóðum sem fallið hafa í skaut ríkisins.

Stikkorð: Sparifélagið