Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur haft til skoðunar hvort skemmtiferðaskip sem skráð eru erlendis og stunda hér innanlandssiglingar geti notið samskonar tollfríðinda og skemmtiferðaskip í millilandasiglingum í fjóra mánuði á tólf mánaða tímabili.

Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að vegna fréttaumfjöllunar um tollfrelsi skemmtiferðaskipa í innanlandssiglingum vilji fjármála- og efnahagsráðuneytið taka fram að á vorþingi í fyrra hafi verið samþykktar breytingar á tollalögum að frumkvæði nokkurra þingmanna. Við afgreiðslu breytingarinnar kom fram að ákvæðið væri lögfest til bráðabirgða og að fjármála- og efnahagsráðherra myndi skipa starfshóp til að gera tillögur um varanlegt fyrirkomulag skipaumferðar af þessu tagi.

Í starfshópnum sem skilaði af sér hugmyndum að leiðum til úrbóta skilaði þeim frá sér í október í fyrrahaust. Í hópnum sátu fulltrúar frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, tollstjóra og ríkisskattstjóra. Í framhaldinu hefur ráðuneytið haft til skoðunar hvort rétt sé að leggja til að skilyrði undanþágunnar verði skilgreind með skýrari hætti í tollalögum en nú er, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Vb.is hafði eftir Þóri Garðarssyni , sölu- og markaðsstjóra Iceland Excursions, fyrr í dag að líklega verði gengið verði frá samningum í vor vegna hugsanlegra tollfrjálsra skemmtiferðasiglinga í kringum Ísland. Verið sé að skoða alla möguleika en ferðirnar geti verið frá tveimur dögum upp í viku.