Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hvatt félagsmálaráðuneytið, auk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, til að kanna kosti þess að flytja fasteignaskrá frá Þjóðskrá Íslands yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Fasteignaskrá hefur verið hluti af Þjóðskrá í rúman áratug. Mbl.is greinir frá þessu.

Í samtali við mbl.is bendir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, á að sveitarfélög greiði Þjóðskrá um 300 milljónir króna á ársgrundvelli fyrir rekstur fasteignaskrár.

„Við töldum að okkur bæri skylda til að hvetja menn til að kanna þetta ítarlega og fá botn í það hvort þetta sé hagkvæmt eða ekki,“ hefur mbl.is eftir Karli.