Fyrirtækið Veritas Capital hefur gengið að kaupum á fyrirtækinu Fastus með því skilyrði að Samkeppniseftirlitið samþykki þau. Þetta staðfestir Hreggviður Jónsson, forstjóri Veritas Capital. Veritas er móðurfélag sölu- og ráðgjafarfyrirtækisins Medor sem selur vörur á heilbrigðistæknimarkaði.

Fastus selur einnig vörur inn á þennan sama markað en áherslan er ólík í sumum vöruflokkum. Undir heilbrigðistæknimarkað falla lækningavörur, hjúkrunarvörur og rannsóknarvörur ásamt mörgum öðrum vörum.