Ávöxtunarkrafan á skuldabréfin sem ríkissjóður gaf út í Bandaríkjadölum í sumar hefur hækkað talsvert að undanförnu. Eins og mörgum er eflaust í fersku minni voru bréfin gefin út um miðjan júní og var heildarstærð útgáfunnar, sem er til fimm ára og er sú fyrsta í erlendum gjaldmiðli sem ríkissjóður ræðst í síðan 2006, 1 milljarður dollara.

Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir í samtali við Viðskiptablaðið að þessi þróun ávöxtunarkröfunnar skýrist nær eingöngu af því að áhættuálag á skuldabréfamarkaði erlendis sé almennt að hækka.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.