Skóflustunga að George Olah eldsneytisverksmiðjunni verður tekin við orkuver HS Orku að í Eldborg á Svartsengi á laugardaginn. Stöðin verður nefnd í höfuð á Dr. Georg Olah, Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði.

George Olah eldsneytisverksmiðjan verður í eigu Carbon Recycling International ehf. og er ætlunin að nýta kolefnissambönd úr jarðgufu virkjunarinnar til að framleiða fljótandi eldsneyti til íblöndunar í bensín.

Dr. George Olah mun flytja ávarp við athöfnina ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Þá mun Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra einnig flytja ávarp við athöfnina sem hefst klukkan 14:00.