Fyrsta skóflustungan var tekin í dag að álveri í Helguvík. Álverið verður það fyrsta í heiminum sem aðeins er knúið jarðorku. Frá þessu er greint á fréttavef rúv.

Ekki er þó búið að tryggja orku fyrir álverið í heild.

Ekki eru allir jafnsáttir við fyrirhugað álver og sást til nokkurra mótmælenda á svæðinu.