Jón Gnarr borgarstjóri hefur fengið bréf þessa efnis frá rekstaraðilum og íbúum. Sumargöturnar voru opnaðar þann 1. júní síðastliðinn. Til stóð að þeir kaflar Skólavörðustígs og Laugavegar sem hafa verið sumargötur yrðu lokaðir fyrir umferð vélknúinna ökutækja til mánudagsins 5. ágúst nk. vegna gatnaframkvæmda í miðborginni. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að rekstraraðilar við Skólavörðustíg telji þær framkvæmdir ekki hafa áhrif á umferð um götuna þar sem gangandi umferð sé  það mikil fyrir.

Þá segir að í bréfi rekstraraðila og íbúa við Skólavörðustíg til borgarstjóra sé óskað eftir því að hafa götuna sumargötu fram yfir Menningarnótt sem í ár verði haldin þann 24. ágúst næstkomandi