Rakel Guðmundsdóttir útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands árið 2011. Margt hefur drifið á daga hennar síðan þá en í dag er hún rekstrarstjóri Gló veitinga þrátt fyrir ungan aldur.,,Ég hóf störf hjá Gló þegar ég kláraði Versló 2011. Ég ætlaði bara að taka mér ár í frí en svo bauðst mér að vera yfir staðnum sem Gló var að opna í Hafnarfirði og ég ákvað að slá til.“

Samhliða vinnu er Rakel í 80% námi við Háskólann í Reykjavík þar sem hún leggur stund á rekstrarverkfræði og stefnir á að útskrifast þaðan árið 2017. Eftir fimm ár stefnir Rakel á að vera með BS í rekstrarverkfræðinni og vera byrjuð í meistaranámi. Rakel segir að framtíðin sé hjá Gló og að hún stefni á að taka meistaranámið samhliða vinnunni. ,, Ég sé fyrir mér að vera hjá Gló í framtíðinni, við verðum vonandi búin að opna erlendis eftir þennan tíma þannig að ég horfi björtum augum til fram á við.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .