Viðskiptatímaritið Euroweek, leggst áfram á sveif með íslensku bönkunum og hæðir alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækin í tímariti sínu, að þessu sinni í formi skopmyndar sem það birtir. Skilaboð hennar eru ljós: ómannlegar raunir eru lagðar á íslensku bankana og engu skiptir hversu mjög þeir herða sig, alltaf eru kröfurnar auknar.

Púlað til einskis

Euroweek birti í vikunni harðorða grein um að alþjóðlegu matsfyrirtækin virtust hafa fyllst kvalarlosta gagnvart íslensku bönkunum og breyta í sífellu kröfum varðandi lánshæfismat þeirra og þannig lánshæfiseinkunnir. „Í hvert skipti sem matsfyrirtækin biðja íslensku bankana, Glitni, Kaupþing og Landsbankann, að gera eitthvað gera þeir það - aðeins til að vera sagt að gera eitthvað annað og meira,“ sagði meðal annars í umfjöllun Euroweek.

Áðurnefnd skopmynd er eftir teiknarann Olly Copplestone, sem teiknað hefur talsvert fyrir tímaritið ásamt því að gefa út bækur með verkum sínum. Heitir skopmyndin An exercise in futility sem útleggja má Æft til einskis, og geta eflaust margir bankamenn að taka undir þau orð.