Hagsmunaaðilar í veiði, hvalaskoðun og sjómennsku hafa skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaeðarráðherra, að friða Eyjaförð fyrir sjókvíeldi á laxi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Í áskorun til ráðherra segir meðal annars: „Við undirrituð tökum heilshugar undir efasemdir þínar um fyrirhugað sjókvíaeldi á laxi í Eyjafirði. Einnig lýsum við yfir ánægju með ummæli þín þar sem þú segist vilja gæta varúðar og verja náttúruna gegn umhverfisspjöllum af völdum laxeldis í sjó.

Við leggjumst alfarið gegn sjókvíaeldi á laxi í Eyjafirði. Fyrirhugað risaeldi á 10.000 tonnum af laxi myndi spilla hreinni ímynd fjarðarins, skaða hagsmuni ferðaþjónustu, valda smábátaeigendum búsifjum, bitna harkalega á villtum Atlantshafslaxi sem gengur í ár á svæðinu og að öllum líkindum eyða sjóbleikjustofnum í Eyjafirði.“

Enn fremur segir að atvinnuupbbygging í Eyjarfirði séu ein helstu rök með áðurnefndum laxeldisáformum að því er kemur fram í tilkynninguni. „Ljóst er að þessi áform geta spillt náttúrugæðum fjarðarins og stórspillt möguleikum fjölda atvinnugreina  sem stundaðar eru í Eyjafirði og geta því á engan hátt verið innlegg í umræðu um uppbyggingu atvinnulífs fjarðarins og nærbyggða.“

Undir þetta rita hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador, Bergmenn fjallaleiðsögumenn, Klettur félag smábátaeigenda og veiðifélög Svarfaðardalsár, Hörgár, Eyjafjarðarár, Fnjóskár, Laxár í Aðaldal, Skjálfandafljóts, auk Stangveiðifélagsins Flúða, Flugunnar á Akureyri og Stangaveiðifélags Akureyrar.