Formenn Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ), Félags Stúdenta við Háskólann á Akureyri (FSHA), Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) og Nemendasambands Tækniskólans (NST) skora hér með, fyrir hönd félaganna, á þingmenn stjórnarflokkanna jafnt sem stjórnarandstöðunnar að klára frumvarp um námslán og námsstyrki á þessu þingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þessum félögum. Það skal tekið fram að formaður SHÍ talar fyrir meirihluta Stúdentaráðsliða, sem styðja yfirlýsinguna.

Þar kemur meðal annars fram að stúdentar geta ekki unað því að bíða til næsta kjörtímabils eftir endurbótum á námslánakerfisins. Þar segja þessir aðilar að ekki hægt sé að breytingarnar sem liggja fyrir á Alþingi séu „risastórt skref í átt að því námsaðstoðarkerfi sem við viljum sjá á Íslandi í framtíðinni, en það hefur í för með sér þau atriði sem stúdentar hafa lengi barist fyrir, til að mynda fyrirframgreiðslur, beina námsstyrki og 100% framfærslu.“

Þau eru einnig sammála um það að þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í allsherjar- og menntamálanefnd séu jákvæðar. Því hvetja þau Alþingi að málið fari á dagskrá og verði tekið fyrir í 2. umræðu sem allra fyrst.