Stjórnendur kanadíska farsímaframleiðandans BlackBerry keppast við að hagræða í rekstrinum í skugga harðar samkeppni og rekstrarvanda. Nú er sagt stefnt á að segja upp fjölda starfsmanna, jafnvel allt að 40% fyrir áramót. Þetta jafngildir því að nokkuð þúsund starfsmönnum verði sagt upp.

Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir ekki liggja nákvæmlega fyrir hvað margir vinna hjá BlackBerry. Þegar síðustu tölur voru birtar í mars voru þeir 12.700. Rifjað er upp að mjög hefur hallað undan fæti hjá BlackBerry. Fyrir tveimur árum voru starfsmenn fyrirtækisins 17.000 og fyrirtækið, sem þá hét Research in Motion (RIM) með 14% markaðshlutdeild á farsímamarkaði. Samkvæmt nýjustu tölum er hlutdeildin komin niður í 3%.