Dægurverð á 95 oktana bensíni lækkaði um 101 dollara/tonn á markaði í Rotterdam í gær eftir hafa hækkað nær látlaust frá miðju marsmánuði. Lækkunin nemur rúmlega 8% og kostaði tonnið af bensíni 1084,75 dali við lokun markaðar. Sömu sögu er ekki að segja af verði á framvirkum samningum með bensín en þó hafa þeir lækkað lítillega undanfarna daga og virðist verð nú fara hækkandi á ný miðað við upplýsingar vef Bloomberg.

Ekkert lát virðist vera á hækkunum hráolíuverðs á heimsmarkaði. Það sem af er degi hefur verð á olíu af Brentsvæðinu hækkað um 1,2% og kostar tunnan nú 124,2 dali og olía úr Mexíkóflóa (WTI) hefur sömuleiðis hækkað um 1,2%. Tunnan af henni kostar nú 111,6 dali.