Tíðindi þess efnis að Grikkir næðu ekki niðurskurðarmarkmiði því sem AGS hafði sett upp fyrir landið ollu skarpri lækkun á hlutabréfamörkuðum Asíu í nótt. Þannig lækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um tæp 5% og Nikkei-vísitalan í Tókýo um 2,2% en þess ber að geta að framan af degi var lækkunin í Tókýo mun skarpari.

Dagurinn mun svo leiða í ljós hvort áhrif þessa skili sér á evrópskum markaði.