*

þriðjudagur, 4. ágúst 2020
Erlent 16. mars 2020 09:50

Skörp lækkun í Evrópu

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu töluvert við opnun markað í morgun.

Ritstjórn
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á fjármálamarkaði úti um allan heim.
EPA


Hlutabréfamarkaðir í Evrópu lækkuðu skarpt við opnun í morgun.  Breska hlutabréfavísitalan FTSE 100 hafði lækkað um 6,4% núna rétt fyrir klukkan 10. Þýska vísitalan DAX hafði lækkað um 7,5% og franska vísitalan CAC 40 um tæp 8,7%. Ítalska vísitalan FTSE MIB hafði lækkað um 8,4%. Euro Stoxx 50 vísitalan, sem samanstendur af 50 evrópskum stórfyrirtækjum, hafði lækkað  7,9% nú rétt fyrir klukkan 10.

Á fjármálamarkaði er beðið eftir að markaðir opni vestanhafs en í gærkvöldi tilkynnti Seðlabanki Bandaríkjannastýrivextir yrðu lækkaðir úr 1-1,25% í 0-0,25%. Ennfremur var tilkynnt um 700 milljarða dala – um 95 þúsund milljarðar króna innspýtingu í fjármálakerfið.

Stikkorð: Evrópa Hlutabréf Kórónuveira