Spænsk og ítölsk stjórnvöld hafa endurvakið bann við skortsölu (e. short selling). Yfirvöld beggja landanna hafa ítrekað bannað skortsölu um lengri og skemmri tíma frá árinu 2008.

Bannið á Spáni er mun víðtækara, en það nær til allra skráðra hlutabréfa í kauphöllinni í Madrid og gildir í þrjá mánuði og hægt er að framlengja það. Bannið nær til afleiðusamninga. Sambærilegt bann var síðast afnumið 16 febrúar en náði þá aðeins til fjármálafyrirtækja.

Á Ítalíu nær bannið aðeins til 29 fjármálafyrirtækja og tryggingarfyrirtækja og gildir aðeins í eina viku. Bann við skortsölu var síðast afnumið 24 febrúar á Ítalíu.

Margir sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði hafa efast um að bann við skortsölu sé til góða. Slíkt bann bendi mun frekar til þess að hlutabréfaverð sé of hátt og bannið seinki því aðeins lækkunum.