Bann við skortsölu tekur gildi í dag í Frakklandi, Ítalíu, Belgíu og Spáni. Bannið gildir að minnsta kosti í 15 daga.

Banninu er ætlað að minnka sveiflur með hlutabréf í löndunum. Bannið tekur aðallega til banka og fjármálafyrirtækja löndunum fjórum. Í Frakklandi gildir það um 11 fyrirtæki og á Spáni nær það til 16 fyrirtækja. Einhverjar undanþágur verða heimilar.

Sérfræðingar telja bannið algjört örþrifaráð og til marks um gríðarlegar áhyggjur ástandinu í löndunum því skortsala sé heilbrigð fyrir hlutabréfamarkaðinn.