Skortur á lánsfé á viðundandi kjörum hefur sett allar stóriðjuframkvæmdir á Íslandi í uppnám. Landsvirkjun er í startholunum með að hefjast handa við 80 megavatta Búðarhálsvirkjun en vantar nauðsynlegt lánsfjármagn.

Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að samt hafi verið haldið áfram með allan undirbúning verksins.

Hafist var handa í lok janúar sl. við að koma upp vinnubúðum á Búðarhálsi á ofanverðu Þjórsársvæðinu. Er það liður í undirbúningi fyrir virkjunarframkvæmdir á staðnum. - „Við getum í sjálfu sér hafist handa með framkvæmdir þegar líður á árið ef aðstæður leyfa," segir Þorsteinn.

_______

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .