Svo virðist sem kjötafurðastöðvar hafi misst í nokkrum mæli sérhæfða starfsmenn úr sínum röðum, samhliða þeirri efnahagskreppu sem nú ríður yfir þjóðfélagið. Mest virðist muna um brotthvarf erlendra kjötskurðarmanna sem hurfu af landi brott við fall krónunnar í haust.

Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins en Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska, sagði í viðtali við Auðlindina á Rás 1 í morgun  að auglýst hafi verið eftir kjötskurðarmönnum, fyrst strax í haust og svo aftur um jólin en viðbrögðin hafi verið sáralítil.

Hún segir að allar umsóknir séu skoðaðar með opnum huga og fyrirtækið hafi meistara á sínum snærum sem geta tekið að sér nema. Þannig hefur þeim tekist að manna þau störf í kjötskurðinum sem þau hafa lent í vandræðum með.

Sjá nánar vef Bændablaðsins.