Hlutverk Íbúðalánasjóðs er umdeilt og hefur lengi verið tekist á um það hvort réttlætanlegt sé að sjóður í eigu ríkisins sé í beinni samkeppni við banka og sparisjóði á fasteignalánamarkaði.

Hverjar svo sem skoðanir manna eru á því, er ljóst að skattfrelsi sjóðsins auk rýmri heimilda um lágmarks eiginfjárhlutfall skekkir samkeppnina.

Erfitt er að segja til um hver framtíð sjóðsins er, en lengi vel hafa breytingar á sjóðnum verið ræddar. Hvernig svo sem því líður er ljóst að mikilvægt atriði varðandi rekstur sjóðsins er bundið mikilli óvissu, þ.e. hvort Íbúðalánasjóður þyldi lægra vaxtastig, en slík staða myndi t.d. koma upp ef skipt yrði um gjaldmiðil hér á landi.

Íbúðalánasjóður fjármagnar sig með útgáfu svokallaðra íbúðabréfa, og er stærstur hluti skuldahliðar sjóðsins slík útistandandi verðbréf.

Eignir sjóðsins eru svo að mestum hluta útlán með veði í fasteignum. Efnahagur sjóðsins í lok júní á þessu ári var um 663 milljarðar króna og stóð eiginfjárhlutfallið í einungis 3% á þeim tíma.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .