Forstjóri BMW, Oliver Zipse, á von á að skortur á tölvukubbum og hálfleiðurum muni vara næstu sex til tólf mánuðina, en umræddir hlutir eru nauðsynlegir við framleiðslu nútíma bíla. Lét hann ummæli þess efnis falla á IAA bílasýningunni sem fram fer í Munchen. Reuters greinir frá.

Zipse og félagar hjá BMW hafa líkt og aðrir bílaframleiðendur þurft hægja á bílaframleiðslu sinni vegna skorts á tölvukubbum og hálfleiðurum. Yfirstandandi heimsfaraldur hefur sett framleiðslu umræddra hluta úr skorðum.

Sjá einnig: Bílaplönin heldur tómleg

Forstjórinn kvaðst þó ekki áhyggjufullur yfir því að þetta ástand muni hafa langvarandi áhrif og bætti við að bílaframleiðendur væru ákjósanlegur viðskiptavinur fyrir tölvukubba- og hálfleiðaraframleiðendur.