„Ég hef tilfinningu fyrir því að það sé minna til af trjám á markaðnum en í fyrra,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Blómavals, en verslunin hefur selt jólatré hver einustu jól síðan 1973 þegar verslunin var staðsett í Sigtúni.

Kristinn segir að á meðan eftirspurn eftir jólatrjám sé stöðug þá sá framboðið það ekki: „Við vitum aldrei nákvæmlega hve margir nýir koma inn á ári í sölu á trjám en það eru sveiflur í því. Við finnum að það er meira að gera hjá okkur þessi jólin og minna til af trjám þó við kaupum alltaf jafn mikið inn. Ég hef því á tilfinningunni að við gætum farið að sjá skort á trjám á einhverjum stöðum um næstu helgi,“ segir Kristinn.