Þjóðhagsvarúð er að mati OECD ekki beitt nægilega til að tryggja fjármálastöðugleika. Stofnunin telur að beita þurfi slíkum tækjum og nefnir í því samhengi veðþak á útlánastarfsemi með það að marki að tryggja fjármálastöðugleika og styðja við peningastefnuna. Þá leggur stofnunin áherslu á að áfram verði gerð rík eiginfjárkrafa á banka til að stuðla að áframhaldandi endurskipulagningu fyrirtækja.

OECD segir ekki nægilega samræmingu og samskipti meðal aðila sem móta peningamálastefnuna og þeirra sem sinna eftirliti með fjármálakerfinu þar sem ábyrgðarhlutverk og umboð séu ekki fyllilega skilgreind. OECD leggur til að þetta samstarf eftirlitsstofnana verði styrkt og skýrð verði ábyrgð og umboð þeirra til að sinna skyldum sínum til að viðhaldafjármálastöðugleika.

Ítarlega er fjallað um skýrslu OECD um efnahagsmál á Íslandi 2013 í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.