Skoska ríkisstjórnin sakar íslensk sjávarútvegsfyrirtæki um að ofveiða makríl í íslenskri lögsögu og lýsir veiðum Íslendinga sem „hneyksli“.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Samkvæmt heimildum BBC saka Skotar Íslendinga um að veiða fimmfalt það magn sem heimilt er.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar eru sakaðir um ofveiði á Makríl en Evrópusambandið gagnrýndi Íslendinga nýlega fyrir makrílveiðar í eigin lögsögu.

Fram kemur í frétt BBC að Íslendingar hafi veitt um 108 þúsund tonn af Makríl og lýsti ónefndur talsmaður skosku ríkisstjórnarinnar því sem „hneyksli“ eins og fyrr segir.

Sjá frétt BBC.