Nicola Sturgeon, æðsti ráðherra Skotlands, hefur staðfest það að hún mun koma til með að biðja um að Skotar fái að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Frá þessu er greint í frétt BBC .

Sturgeon sagði að hún vill að atkvæðagreiðslan verði haldin á tímabilinu haustið 2018 til vorsins 2019. Hún sagði að hún komi til með að biðja skoska þingið leyfi í næstu viku.

Hún telur að Skotar verði að fá að velja milli „harkalegri“ útgöngu úr Evrópusambandinu annars vegar og sjálfstæði hins vegar.

Árið 2014 kusu Skotar um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagrieðslu, en þá vildu 44,7% sjálfstæði, en 55,3% vildu það ekki.