Skotar sækjast eftir að hefa útflutning á þjóðarrétti sínum, „haggis,“eða skosku slátri, til Bandaríkjanna. Hins vegar hefur verið óheimilt að flytja skoskt slátur til Bandaríkjanna síðan árið 1971. Þessu greinir Ríkisútvarpið frá.

Owen Paterson, umhverfisráðherra Bretlands, ætlar að freista þess að fá afléttu innflutningsbanni á bresku kindakjöti. Markmið hans er að greiða götu skoskra framleiðenda til að fá aðgang að bandarískum matvælamarkaði með þjóðarrétt sinn, haggis.

Framleiðendur haggis í Skotlandi eru þess fullvissir að varan eigi eftir að slá í gegn, enda er mikið af afkomendum Skota í Bandaríkjunum sem gætu tekið þessum hornsteini menningararfleifðar sinnar fagnandi.

Hins vegar hefur Bandaríkjunum hefur verið bannað að bjóða upp á lungu úr lambi sem neysluvöru síðan 1971 og árið 1989 var allt breskt kjötmeti bannað vegna riðufaraldurs sem skók Bretland.

Innflutningur á bresku nautakjöti var þó leyfður fyrir skömmu og nú er vonast til þess að kindakjötsbanninu verði aflétt og málamiðlun fundin varðandi lungun. Tilvonandi fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna gæti spilað stórt hlutverk í málinu.