Árásarmaður klæddur skotheldu vesti og vopnaður sjálfvirkum riffli særði lögreglumann og bæjarstarfsmann alvarlega í morgun suður af París.

Frönsk yfirvöld vita ekki til þess að atburðurinn tengist árásunum á skrifstofur Charlie Hebdo, þar sem 12 létust. Fréttum ber ekki saman um hvort árásarmaðurinn hafi verið handtekinn.

Vita hverjir þremenningarnir eru

Franska lögreglan birti í nótt myndir og nöfn tveggja islamista sem grunaðir eru um í skotárásina á skrifstofur Charlie Hebdo í  í gær. Þeir eru fæddir í París og eru bræður og ættaðir frá Alsír. Sjö eru í haldi vegna árásarinnar .

Þriðji maður gaf sig fram við lögreglu seint í gær. Hann er 18 ára.