Skotbardagi braust út í Saint Den­is úthverfi Parísar í nótt, klukkan 4:30 að staðartíma, 3:30 að íslenskum tíma. BBC greinir frá.

Þjóðarleikvangur Frakka, Stade de France, þar sem ein af árásunum fór fram á föstudag er í Saint Denis hverfinu en aðgerðir lögreglu beinast að ibúð sem er í um tveggja kílómetra fjarlægð. Talið er að aðgerðirnar beinist gegn höfuðpaur árásanna á föstudag, Abdelhamid Abaaoud, og manni sem er talinn vera níundir árásarmaðurinn, Salah Abdeslam.

Tveir eða þrír menn hafa girt sig af í íbúð og skotið í átt að lögreglu, en ekki er ljóst hvort að þeir séu þeir sömu og lögreglan leitar. Lögreglan hefur greint frá þvi að hún hafi skotið þrjá hinna grunuðu í aðgerðinni og að ein kona hafi framið sjálfmorðsárás með sprengjubelti. Lögreglan hefur auk þess handtekið þrjá.

Þrír lögreglumenn hafa særst í aðgerðunum, en þó ekki alvarlega.