Suður-Kórea skaut fjölda viðvörunarskota á dróna sem flaug yfir landamærin frá Norður-Kóreu áður en hann snéri aftur yfir landamærin til norðurs. Flygildið sást fyrst fljúga frá varðstöð við herlausa svæðið sem aðskilur ríkin tvö áður en hann fór yfir landamærin.

Norður-Kórea hefur undanfarið flogið fjölda dróna yfir landamærin til að fylgjast með vörnum Suður-Kóreu og þeim mannafla sem þeir eru með á svæðinu. Tveir af drónunum hafa hrapað á sunnan við landamærin en við nánari skoðun á tækjunum fundust hundruðir loftmynda af varnarstöðvum Suður-Kóreu.

Norður-Kórea hefur einnig dreift auglýsingabæklingum yfir landamærin í loftbelgjum þar sem þess er krafist að Suður-Kórea hætti áróðri með útvarpssendingum yfir landamærin.

Spennan í samskiptum þjóðanna hefur aukist undanfarið, þá sérstaklega eftir að Norður-Kórea sprengdi vetnissprengju í fyrsta skipti þann 6. janúar sl.