Skoðun, dótturfélag Dagsbrúnar, hefur ákveðið að krefjast innlausnar þeirra hluta sem útistandandi eru í Kögun og er það gert í samráði við stjórn félagsins, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hinn 18. apríl 2006 gerði Skoðun yfirtökutilboð í Kögun. Meirihluti hluthafa samþykkti tilboðið og er Skoðun nú eigandi rúmlega 99% hlutafjár Kögunar.

Tilgreint innlausnarverð er í samræmi við ofangreint yfirtökutilboð eða 75 krónur fyrir hverja krónu nafnverðs í Kögun.