Skráð atvinnuleysi í júlí 2007 var 0,9% og lækkaði úr 1% í júní og 1,1% í maí að því er kemur í frétt á vef Vinnumálastofnunar. Er þetta minnsta atvinnuleysi í einstökum mánuði síðan í október árið 2000.

Að jafnaði voru 1.578 manns á skrá og hefur því atvinnulausum fækkað sem svarar um nálægt 50 manns milli mánaða.

Minnkandi atvinnuleysi skýrist einkum af því að atvinnulausum konum á landsbyggðinni hefur fækkað töluvert, en atvinnuleysi annarra stendur að mestu í stað.