Íslensk fyrirtæki hafa verið dugleg við að fjárfesta í breskum skráðum félögum og hafa slíkar fjárfestingar oft endað með yfirtöku. Á undanförnum misserum hafa íslensk fyrirtæki yfirtekið þrjú félög sem skráð voru í Kauphöllina í London og eru tvö yfirtökuferli í gangi.

Ef Baugur yfirtekur Somerfield og Bakkavör yfirtekur Geest er heildarverðmæti yfirtekinna félaga að undanförnu um 240 milljarðar króna en án kaupa Somerfield er heildarkaupverð skráðra félaga í Bretlandi 120 milljarðar króna.

Viðskiptum í Bretlandi fylgja mikil formlegheit og því eru þessi yfirtökuferli flóknari en gengur og gerist hér á landi. Til að útskýra betur hvernig ferlið gengur fyrir sig ákvað Viðskiptablaðið að skýra yfirtökutímabilið betur með myndrænum hætti og setja fram tímaáætlun fyrir yfirtöku í Bretlandi.

Sjá nánar úttekt í Viðskiptablaðinu í dag.