*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 12. ágúst 2016 12:28

Skráðum fyrirtækjum fækkar enn

Skráðum fyrirtækjum hefur fækkað um tæplega 50% frá árinu 1996. Samrunar og yfirtökur vega mest.

Ritstjórn
Fyrirsætur frá Sports Illustrated loka kauphöllinni í New York.

Skráðum fyrirtækjum í Bandaríkjunum hefur fækkað verulega á undanförnum árum. Árið 1996 voru 7.322 fyrirtæki skráð, en þeim hefur fækkað all verulega. Í dag eru einungis um 3.700 fyrirtæki skráð í kauphöllum vestanhafs. Þetta kemur fram á síðu Bloomberg Business Review.

Sum fyrirtæki hafa verið afskráð þar sem þau ná ekki að standast kröfur eftirlitsaðila. Kostnaður og flækjustig koma of til sögu þegar rekja á ástæðu afskráninga. Tölfræðin virðist þó ekki styðja þær röksemdarfærslur. Megin ástæðan eru samrunar og yfirtökur skráðra fyrirtækja, en mörg met voru slegin frá árinu 1997 til 2012 í þeim geira.

Nýskráningum hefur einnig fækkað til muna. Ef markaðir í Bandaríkjunum og Evrópu eru bornir saman, má sjá að frá árinu 1996 til 2012 fækkaði nýskráningum um 49% í Bandaríkjunum, á meðan þeim fjölgaði um 28% á öðrum mörkuðum.

Almennt hefur fyrirtækjum þó fjölgað frá árinu 1996. Ný félög virðast einfaldlega eiga auðveldara með að sækja sér fjármagn til fjárfestingarsjóða sem sérhæfa sig í fjárfestingum á nýjum og óskráðum fyrirtækjum.

Stikkorð: Kauphöll Fyrirtæki Skráningar
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is