Leiðréttingarforritið Skrambi varð hlutskarpast í samkeppninni um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2012 og voru verðlaunin afhent í Hátíðarsal Háskólans í síðustu viku. Á vef HÍ kemur fram að aldrei hafa fleiri tillögur borist í samkeppnina.

Þetta var í 14. sinn sem Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands eru afhent en með þeim vill háskólinn stuðla að nýsköpun og frumkvöðlastarfi innan skólans ogv erðlauna þær tillögur sem skara fram úr.

Dómnefnd ákvað að veita verkefninu Skramba fyrstu verðlaun sem nema einni milljón króna. Kristín Bjarnadóttir, rannsóknarektor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og kennari við Háskóla Íslands, og Jón Friðrik Daðason, tölvunarfræðingur við sömu stofnun, standa að verkefninu. Um er að ræða leiðréttingarforrit sem greinir texta málfræðilegaog finnur af samhengi hans rétta stafsetningu orða.