Viðskiptasíðan Börsen.dk, vefsíða Viðskiptablaðsins Börsen, segir að mikil virðisaukning á skartgripafyrirtækinu Pandoru, sem skráð var á markað í dag, skili Seðalbanka Íslands og skilanefnd Kaupþings um 20 milljörðum króna í takt við það sem samið var um þegar FIH-bankinn var seldur á dögunum.

FIH átti um tíu prósenta hlut í fjárfestinasjóðnum Axcel III sem aftur hélt á um 60% hlut í Pandoru. Sjóðurinn seldi í dag hluti í Pandoru í dag fyrir rúmlega 10 milljarða danskra rkóna, eða um 200 milljarða króna. Um 600 milljónir danskra króna, eða um 12 milljarðar króna, fór til FIH og til Seðlabanka Íslands og Kaupþings.

Henrik Sjögren, bankastjóri FIH, segir í samtali við Börsen að það sé "erfitt að hætt að brosa" vegna þess hve skráning Pandoru hefur heppnast vel.

Í kaupsamningnum, milli Seðlabankans, Kaupþings og nýrra eigenda FIH, er gert ráð fyrir hagnaður FIH af Axcel III sjóðnum gæti orðið á bilinu 14,6 til 31,2 milljarðar íslenskra króna, eða 700 til 1.500 milljónir danskra króna, eins og greint var frá í Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Vonir standa til þess að hagnaður verið nálægt 1,2 milljörðum danskra, eða um 24 milljarðar íslenskra króna. Þróunin á markaðnum í dag er því í takt við það sem reiknað var með.