*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 6. desember 2007 14:40

Skráning á verðbréfum í evrum frestað

Ritstjórn

Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi á bráðabirgðalausn til að annast uppgjör á verðbréfum í evrum.  Í frétt frá Kauphöll Íslands segir að til að unnt væri að setja í gang fyrirhugaða framkvæmd var nauðsynlegt að fá erlendan banka á evrusvæði  til samstarfs.

“Sá aðili sem leitað var til með slíkt samstarf í huga hefur nú gefið afsvar þ.e. hann hefur ekki hug á að taka þátt í verkefninu. Þessi niðurstaða veldur því að fyrirhuguð bráðabirgðalausn er fallin á tíma.”  

Verðbréfaskráning mun nú einbeita sér að því að innleiða endanlegt fyrirkomulag til uppgjörs á verðbréfaviðskiptum í evrum. Gert er ráð fyrir að það verði tilbúið um mitt næsta ár. Endanleg dagsetning mun liggja fyrir um áramót.