Eimskip hefur ráðið Íslandsbanka og Straum fjárfestingabanka til að hafa umsjón með endurkomu félagsins á hlutabréfamarkað. Stefnt er að því að því að skrá bréf félagsins á markað á síðustu þremur mánuðum ársins.

Fram kemur í tilkynningu frá Eimskipi að gert sé ráð fyrir því að fram fari almennt hlutafjárútboð þar sem fjárfestum og almenningi gefst kostur á að skrá sig fyrir hlutum í félaginu.

Í tilkynninguni er haft eftir Gylfa Sigfússyni forstjóra að með ráðningu bankanna sé næsta skref stigið í undirbúningi að skráningu Eimskips í Kauphöll. Hann segir afkomuna hafa verið góða og í samræmi við áætlanir þrátt fyrir erfitt umhverfi á flutningamarkaði.