Stjórnendur vel rekinna fyrirtækja með háa framleiðni og eigendur þeirra, svo sem bankar sem hafa tekið yfir eignarhald þeirra,ættu að reyna að vera með þeim fyrstu til að vera skráð á markað. Þetta segir hagfræðingurinn Brynjar Örn Ólafsson í grein í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Brynjar Örn fjallar í grein sinni um erlenda rannsókn sem gerð hefur verið um það hvenær hagstæðast sé að skrá fyrirtæki á hlutabréfamarkað. Hann segir að nú sé tímabil utan svokallaðrar öldu. Ef alda verði á hlutabréfamarkaði á allra næstu misserum þá ættu fyrirtæki með háa framleiðni að fastsetja sér og kappkosta að ver sem fremst í röðinni.

Greinina má lesa í heild sinni hér