Landsbankinn hefur ákveðið að færa Horn, sem er í eigu bankans, inn í Landsbréf, sem jafnframt er í eigu bankans. Þetta er hluti af breytingum sem gerðar hafa verið á dótturfélögum bankans og markmiðið að koma á fót einu öflugasta rekstrarfélagi landsins á sviði eigna- og sjóðastýringar og hagræða í rekstri þeirra.

Til stóð að skrá Horn á hlutabréfamarkað og hefur hún nú verið slegin út af borðinu. Í staðinn verður sjóðurinn búinn til utan um eignir Horns sem verður boðinn fjárfestum til kaupa.

Fram kemur í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins að hún hafi verið útilokuð í núverandi mynd og verði aðrar leiðir skoðaðar hvernig staðið verði að sölu á eignum félagsins.

Skipt um framkvæmdastjóra

Starfsmenn Horn verða eftirleiðis starfsmenn Landsbréfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum. Á sama tíma hefur verið ákveðið að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra Landsbréfa. Ari Skúlason sinnir því starfi í dag en hann mun láta af störfum.

30 milljarða eignasafn

Heildareignir Horn nema 30 milljörðum króna. Eina skráða eign félagsins er 1,9% hlutur í innheimtufyrirtækinu Intrum Justitia. Félagið á sömuleiðis 3,5% hlut í Eimskipi, 12,5% hlut í Eyri Invest, rúmur 6,5% hlutur í móðurfélagi norsku kauphallarinnar í Osló, tæpur helmingshlutur í Promens og hlutur í Promens.