Skráning Össurar í kauphöllina í Kaupmannahöfn verður fyrsta skráningin þar á þessu ári, að því er segir í frétt Børsen. Haft er eftir Søren Møller Sørensen, yfirmanni hlutabréfaviðskipta í Amagerbanken, að skráningin sýni að stofnanafjárfestar hafi trú á þeim hækkunum sem orðið hafi að undanförnu. Søren telur að þetta verði líklega ekki síðasta skráningin í ár og að á næsta ári bætist fleiri við.

Bjørn Schwarz, yfirmaður hlutabréfaviðskipta hjá Sydbank, tekur í sama streng og segir að áformuð skráning Össurar sé til marks um bata á markaði.

Í frétt Børsen kemur fram að árið 2004 hafi Oticon Fonden keypt sig inn í Össur í gegnum félagið William Demant Invest, sem í dag eigi 40% hlut. Eyrir Invest er annar stærsti hluthafi Össurar með 20% hlut.