Reginn fasteignafélag hagnaðist um 983 milljónir króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Félagið birti uppgjör sitt fyrir tímabilið í dag. Rekstrartekjur námu 1.681 milljónum króna sem er 18% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þar af námu leigutekjur 1.378 milljónum.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 919 milljónir, eða 24% hærra en á sama tímabili í fyrra.

Fram kemur í kynningu félagsins á uppgjörinu að sértækur skráningarkostnaður nemi 68 milljónum. Félagið var skráð í Kauphöll fyrr á þessu ári.

Uppgjörskynning Regins .