Undirbúningur að skráningu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) í Kauphöllina er á lokastigum og er gert ráð fyrir því að ferlinu ljúki á fyrri hluta ársins. Samhliða skráningunni ætla Stoðir hf (áður FL Group) að selja 30% hlut sinn í TM í almennu hlutafjárútboði. Í fyrra keypti hópur lífeyrissjóða annarra innlendra fjárfesta meirihluta hlutafjár í félaginu.

Ætla að greiða helming hagnaðar í arð

Aðalfundur TM var haldinn í dag samhliða birtingu uppgjörs tryggingafélagsins. Þar var samþykkt tillaga um að greiða hluthöfum TM ekki arð í ár. Hins vegar var samþykkt ný arðgreiðslustefna félagsins til framtíðar sem miðar við að árlegar arðgreiðslur verði a.m.k. 50% af hagnaði.