Félög í Kauphöllinni eru nú 38 talsins og hefur þeim þá fækkað um 10 á árinu en tvö félög, Afl og Síldarvinnslan, voru afskráð í dag. Horfur eru á að afskráðum félögum eigi enn eftir að fækka. Fyrir árslok mun Sæplast verða afskráð og Kaldbakur rennur væntanlega inn í Burðarás þannig að í árslok verða félögin 36. Þess má geta að í árslok 2000 voru félögin í Kauphöll Íslands 75 talsins.

"Það verður að teljast óvenjulegt að þrátt fyrir miklar hækkanir á verði hlutabréfa hafi ekki verið fleiri nýskráningar. En hátt verð hlutabréfa gefur til kynna að kostnaður eiginfjár hefur lækkað. Hugsanleg skýring er sú að seljanleiki félaga annarra en þeirra allra stærstu er mjög lítill og hækkun markaðarins hefur verið leidd af mjög fáum en stórum félögum. Það leiðir svo aftur til þess að það er ekki eins freistandi fyrir smærri félög að sækja sér fé í Kauphöllina," segir í Hálffimmfréttum KB banka