Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi, segir að rauði þráðurinn í reglum um upplýsingaskyldu skráðra fyrirtækja er að þeim er skylt að birta allar upplýsingar sem kunna að vera verðmótandi og um kjör stjórnenda. Önnur atriði, sem ekki er kveðið á um í lögum eða reglum, verða hluthafafundir fyrirtækjanna að setja sér sínar eigin reglur um.

Stjórn FL Group svaraði spurningum sem Vilhjálmur Bjarnason, aðjunkt við viðskiptaskor Háskóla Íslands og hluthafi í FL Group, lagði fram á síðasta aðalfundi fjárfestingafélagsins, fyrir tveimur dögum.

Vilhjálmur sagði í Viðskiptablaðinu í gær að svörin væru ekki mikilfengleg. Við nokkrum spurningum svaraði FL Group að viðkomandi spurning skipti ekki máli varðandi mat á ársreikningi og að fyrirtækið greini ekki frá kjörum einstakra starfsmanna. Því vaknaði upp spurningin, hverju er FL Group skylt að upplýsa og hverju ekki.

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði Viðskiptablaðins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .