Stjórnir Kviku banka hf. og Virðingar hf. hafa undirritað samkomulag um helstu skilmála fyrirhugaðs samruna félaganna með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafunda og eftirlitsaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar.

„Í byrjun nýs árs hefst vinna við áreiðanleikakannanir og viðræður um nánari útfærslu á sameiningu félaganna. Niðurstöður þeirrar vinnu verða lagðar fyrir hluthafa Kviku og Virðingar til endanlegs samþykkis,“ segir einnig í tilkynningunni.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá yrði sameinað félag með um 220 milljarða í stýringu.