Engar dagssetningar verða í áætlun um afnám hafta, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Hann segir skref til afnáms verða tekin þegar aðstæður leyfa en ekki samkvæmt fyrirfram ákveðinni tímatöflu. Þetta kom fram í máli Más á fundi með blaðamönnum í morgun í tilefni af stýrivaxtaákvörðun bankans.

Már hafði áður á fundinum sagt að afnám hafta yrði ekki framkvæmt þannig að það myndi kollsteypa þeim stöðugleika sem náðst hefur í hagkerfinu.