„Þetta er fólk á öllum aldri,“ segir Brynjólfur Björnsson sundkennari um það hvaða hópar það séu sem mæti til hans á skriðsundsnámskeið. Hann segir marga koma til að finna sér aðra tegund af hreyfingu á meðan aðrir hafa aðrar ástæður. „Sumir eru að stunda sundið en geta ekki synt bringusund út af bakvandamálum eða hnjávandamálum. Eins með hlaupara sem eru komnir með eymsli í liði út af hlaupunum. Þeir vilja finna einhverja hreyfingu sem er mýkri fyrir liðina. Svo er rosalega vaxandi áhugi fyrir þríþraut til dæmis. Það hefur aukist ansi mikið,“segir Brynjólfur.

Góð þjálfun
Brynjólfur segir skriðsundið auka fjölbreytnina í sundi fyrir fólk þar sem það sé þá ekki einungis bundiðvið bringusund og baksund sem flestir hafa lært. Þá virki menn fleiri vöðva með skriðsundinu og fái því góða þjálfun út úr sundinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .